Uppsetning 1
Í upphafi er öllum hornstykkjunum raðað upp og þau tengd saman með súlum
Uppsetning 2
Lítilli súlu með hólk á öðrum endanum er sveigt uppá miðsúluna á sitthvorum endanum. Inní þessa súlu fer seinna löpp.
Uppsetning 3
Efsti hluti grindarinnar tilbúinn.
Uppsetning 4
Því næst er dreift úr þakinu og það dregið yfir efsta hluta grindarinnar.
Uppsetning 5
Mikilvægt er að þakið sé sett yfir áður en grindin er reist.
Uppsetning 6
Þakinu er komið vel fyrir og dúkurinn strekktur niður fyrir öll hornin svo grindin haldist saman.
Uppsetning 7
Því næst er löppunum dreift, ein við hvert hornstykki
Uppsetning 8
Tjaldið er síðan reyst upp og löppunum stungið í hornstykkin.
Uppsetning 9
Krókum sem eru neðst á dúknum er krækt í lykkju á löppunum.
Uppsetning 10
Öllum löppunum er komið fyrir öðru megin og síðan er tjaldið reyst upp hinum megin og löppum komið fyrir þar.
Uppsetning 11
Síðustu tvær lappirnar stingast inní litlu súlurnar á sitthvorum enda tjaldsins.
Uppsetning 12
Gluggarnir eru þræddir í þegar tjaldið hefur verið reyst. Byrja skal uppi í vinstra horninu og vinna sig til hægri og svo niður.
Uppsetning 13
Fyrstu tveim lykkjunum er stungið í gegnum sitthvorn kósan á þakinu og síðan er seinni lykkjunni stungið í gegnum fyrri lykkjuna.Síðan stingst næsta lykkja í gegnum næsta kósa og svo gegnum lykkjuna á undan