100 ár eru liðin frá því að Seglagerðin Ægir var stofnuð. Fyrirtækið er eitt hið elsta starfandi á landinu og með allra elstu iðn- og þjónustufyrirtækjum. Seglagerðin hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá því árinu 1951, þegar Óli Sigurjón Barðdal keypti sig inn í fyrirtækið. Óli lést árið 1983 en sonur hans, Jón Arnar Barðdal seglasaumari, tók við keflinu ásamt fjölskyldu sinni en sonur hans, Björgvin Jóhann Barðdal, hefur verið framkvæmdastjóri undanfarin 12 ár. Í dag starfa um 20 manns hjá Seglagerðinni yfir veturna en allt að 35 yfir sumarið þegar mest er að gera. Fjórar deildir eru innan fyrirtækisins; saumastofa, þjónustuverkstæði, tjaldaleiga og Tjaldvagnaland.
Guðmundur Einarsson sjómaður stofnaði Seglagerðina 1913 og rak hana einn fyrstu árin í Duus-húsi við Ægisgötu, á svipuðum stað og Hamborgarabúllan er í dag. Síðar bættist Sigurður Gunnlaugsson skipstjóri við eigendahópinn og ráku þeir félagar fyrirtækið til ársins 1951, þegar Guðmundur lést. Þá keypti Óli hlut Guðmundar og seinna hlut Sigurðar skipstjóra, eftir að hann féll frá 1960. Árið 1977 var rekstri Seglagerðarinnar breytt í hlutafélag og árið 1995 var fyrirtækið gert að einkahlutafélagi, sem það er enn í dag.
Seglagerðin er rótgróið fjölskyldufyrirtæki. Segja má að synir Óla og Sesselju Barðdal Guðnadóttur hafi alist upp í fyrirtækinu þó að aðeins einn þeirra, Jón Arnar Barðdal, hafi valið seglasaum sem ævistarf. Ekki eru mörg ár liðin síðan Sesselja, eða Lella, hætti störfum í Seglagerðinni en lengst af vann hún við sníðavinnu á verkstæðinu. Á 93. aldursári fylgist Lella enn vel með rekstrinum.
Jón Arnar, jafnan kallaður Addi, lærði seglasaum og er einn fárra á landinu með slík réttindi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Þegar faðir hans féll skyndilega frá árið 1983 kaus hann frekar að vinna áfram við seglasauminn á verkstæðinu en fól elsta syninum, Óla Þór, stjórnartaumana. Aðeins 19 ára að aldri tók Óli Þór við rekstrinum af afa sínum og stjórnaði fyrirtækinu til 2001, þegar Björgvin Jóhann tók við. Systkini þeirra, Sesselja Björk og Arnar, unnu einnig í Seglagerðinni og stýrði Arnar Tjaldvagnalandinu um tíma, þar til hann sneri sér að eigin rekstri. Þá hefur móðir þeirra, Björk Björgvinsdóttir, einnig unnið í Seglagerðinni um langt skeið og barnabörnin eru farin að vinna í fyrirtækinu á sumrin, þegar mest er umleikis. Bróðir Adda, Hörður Barðdal endurskoðandi, sinnti síðan bókhaldi í fyrirtækinu um langt skeið, eða þar til hann lést árið 2009.
Seglagerðin hefur í 100 ár starfað í návígi við Reykjavíkurhöfn. Fyrst í Duus-húsi sem fyrr segir en árið 1959 leigði hafnarstjórinn í Reykjavík fyrirtækinu lóð á uppfyllingu vestur á Granda sem nefndist Grandabót, en er í dag Grandagarður 13. Þar byggði Seglagerðin upp starfsemi sína en árið 1975 samdi fyrirtækið, ásamt fleirum, við Reykjavíkurhöfn um leigu á lóð í Örfirisey, sem þá nefndist Eyjargata 7 en er Eyjarslóð 7 í dag. Fyrir nokkrum árum, eða 2005, fluttist fyrirhttps://www.seglagerdin.istækið í stærra húsnæði við hliðina, að Eyjarslóð 5.
Fyrstu árin einkenndist starfsemin af þjónustu við útgerðina með seglasaumi, yfirbreiðslu fyrir síldarbáta og fleira því tengt. Einnig voru tjöld saumuð fyrir starfsmenn Pósts og síma og Vegagerðarinnar sem unnu við lagningu símalína og vega uppi um fjöll og firnindi. Öll vinna á saumastofu Seglagerðarinnar fór fram í höndunum á þessum tíma og gat tekið sinn tíma að sauma stórt segl. Einnig var mikil vinna við segl fyrir Landshttps://www.seglagerdin.isvirkjun þegar verið var að reisa fyrstu vatnsaflsvirkjanirnar á sjöunda og áttunda áratugnum.
Þegar Óli Barðdal kom inn í fyrirtækið hafði hann unnið á saumastofu Eimskips og kynnst þar seglasaum. Áður var hann bátsmaður á togurum og farskipum og sigldi m.a. með Lagarfossi í skipalestunum í seinni heimsstyrjöldinni. Óli fór ungur að árum til sjós á æskuslóðum sínum á Patreksfirði og kom þessi reynsla sér vel við reksturinn á Seglagerðinni síðar meir.
Samhliða störfum í Seglagerðinni vann Óli einnig við skoðun og eftirliti á gúmmíbjörgunarbátum, ásamt félaga sínum Ásgeir Þ. https://www.seglagerdin.isÓskarssyni. Ásgeir stofnaði svo Gúmmíbátaþjónustuna 1965 en starfemin var við hlið Seglagerðarinnar á Grandagarði og shttps://www.seglagerdin.isíðar á Eyjarslóð.
Með stærra húsnæði á Grandagarði sköpuðust möguleikar á meiri fjölbreytni í starfseminni. Þannig hófst framleiðsla á tjöldum árið 1965 sem á skömmum tíma sköpuðu sér miklar vinsælir meðal landsmanna, hvort sem það voru húsgjöld eða hefðbundin útilegutjöld. Umsvif Seglaghttps://www.seglagerdin.iserðarinnar jukust á þessum árum og fjölga þurfti starfsmönnum til að anna eftirspurn eftir tjöldunum. Hver man til dæmhttps://www.seglagerdin.isis ekki eftir Dallas-hústjöldunum sem nutu fádæma vinsælda?
Seglagerðin hefur einnig verið leiðandi í hönnun á tjöldum og naut við það liðsinnis Einars Þ. Óskarssonar tjaldhönnuðar, sem kunnur er fyrir hönnun sína á kúlutjöldunum og hefur m.a. starfað með Ólafi Elíassyni listamanni. Einar hefur jafnframt starfað með Seglagerðinni við ýmis verkefni, bæði hér á landi og erlendis, og ekki hvað síst við framleiðslu á stórum tjöldum. Má þar nefna tjöld sem hafa verið sett upp við hátíðarhöld í Reykjavík, á Þingvöllum og í Herjólfsdal vegna þjóðhátíðarinnar í Eyjum.
Eftir að flutt var að Eyjarslóð í Örfirisey stækkaði aðstaðan enn frekar og fyrirtækið hóf einnig innflutning á viðlegu- og öryggisbúnaði og margskonar útivistarvörum. Var Seglagerðin brautryðjandi á því sviði. Stærri verslun var opnuð sem seldi vörur eins og tjöld, sólstóla, bakpoka, svefnpoka, garðhúsgögn, útivistarfatnað og fleiri.
Árið 1998 færði Seglagerðin út kvíarnar í sölu útivistarvara og opnaði sérverslunina Evhttps://www.seglagerdin.iserest í Skeifunni. Seinna keypti fyrrum sölustjóri Everest, Heiðar Ingi, reksturinn af Seglagerðinni.
Seglagerðin dró úr innlendri framleiðslu á tjöldum og fór í auknum mæli að láta sauma tjöldin fyrir sig erlendis. Fyrirtækið fór meira yfir í sérsaum eins og á yfirbreiðslum, bátaseglum, sundlaugardúkum, öryggisbeltum fyrir togarasjómenn, poka og margt fleira. Um tíma voru sundlaugardúkarnir stór hluti af verkefnunum en í fyrstu vann Þórir Barðdal nokkuð við þetta eftir að hafa farið á námskeið til Danmerkur. Við honum tóku frændur hans í þessu; Óli Þór og síðan Björgvin, og settu upp litlar sundlaugar og potta víða um land. Má þarna sundlaugarnar á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd, Hólum í Hjaltadal og Hofsósi.
Með breyttum ferðavenjum Íslendinga dró úr sölu á tjöldum og árið 1989 hóf Seglagerðin innflutning á fellihýsum og tjaldvögnum. Stofnuð var sérstök deild, Tjaldvagnaland, sem er enn þann daginn í dag stór hluti af starfseminni. Þar er að finna mikið úrval af hjólhýsum, fellihýsum, tjaldvögnum, A-húsum, pallhýsum og húsbílum. Seglagerðin flytur inn margs konar aðrar vörur, m.a. biðskýli fyrir strætó sem notuð eru t.d. í Reykjanesbæ, Mosfellsbæ og á Akureyri og Egilsstöðum. Einnig eru fluttar inn yfirbreiðslur fyrir sundlaugar, til að halda þeim betur heitum og spara vatnið.
Á saumastofunni er saumað allt frá hælpokum að markísum og upp í 20 þúsund fermetra vöruskemmur. Vöruskemma Eimskips við Sundagarða er frá Seglagerðinni, svo dæmi sé tekið. Einnig sér saumastofan um almennar viðgerðir á tjöldum og seglum. Útgerðarfyrirtæki eru enn stórir viðskiptavinir Seglagerðarinnar og meðal verkefna fyrir þau má nefna svonefnda flugdreka, sem settir eru á troll til að auðvelda togið. Starfsmenn saumastofunnar búa yfir áratuga reynslu af hönnun og saumaskap og ekkert verkefni því talið of lítið eða of stórt.
Þjónustuverkstæðið býður eigendum ferðavagna heildarlausnir varðandi viðhald, viðgerðir og breytingar á vögnum. Þar starfa sannir fagmenn í meðhöndlun rafmagns, gasbúnaðar, undirvagnsvinnu og í tjaldviðgerðum, sem miða að því að hafa vagnana ávallt tilbúna í ferðalagið samkvæmt óskum viðskiptavinarins.
Tjaldaleigan leihttps://www.seglagerdin.isgir veislutjöld, ásamt aukahlutum eins og borðum, bekkjum, hiturum og trégólfum. Tekið er við tilboðum í allt frá tveggja manna einkapartýi til 2.000 manna stórveislu. Hafa mörg hátíðarhöldin farið fram í skjóli frá vætu og vindi með töldunum frá Seglagerðinni.