Við hjá Seglagerðinni Ægi fengum það verkefni frá félag Humanista á Íslandi að búa til nokkur neyðartjöld til að hýsa 40 munaðarlaus börn í Haiti. Í dag höfum við framleitt þessi tjöld og búið er að senda þau frítt til Dominiska með TVG Simsen, fá þeir TVG menn plús í kladdann fyrir það.
Tjöldin koma vonandi þangað á mánudaginn 22 mars og munu tveir starfsmenn frá Seglagerðinni fara út sama dag, flogið verður í gegnum bandaríkin til Dominiska, þar sem við náum vonandi að tolla tjöldin og keyra þau yfir landamærin til Haiti. Þaðan förum við til Porto Prince þar sem við munum pikka upp starfsmann Humanista í Haiti, sem mun hjálpa okkur að komast upp í fjöllin þar sem börnin bíða. Okkur skilst að 30 börn séu nú þegar komin á staðinn, eins og sést hér á myndunum að neðan en þau gista hjá tveimur af gæslumönnum Humanista í dag.
Við stefnum á að þessi ferð taki viku en ef við lendum í brasi mun heimkoma okkar eitthvað frestast. Við munum taka fullt af myndum og sýna þær við heimkomu.
Vart þarf að taka það fram að þessi uppsetning á tjöldunum á Haiti er þeim að kostnaðarlausu og gefa starfsmenn bæði tímann og vinnu sína.
Kær kveðja
Björgvin Barðdal